Starfsdagar

2018-2019

Sumarlokun 2019

Sumarlokun leikskólans 2019 verður 10. júlí til 7. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst.

Umhverfissáttmáli Rauðhóls

Leikskólinn Rauðhóll starfar eftir gildum umhvefisverndar með það að markmiði að börn og fullorðnir tileinki sér umhverfisvæna siði og taki ábyrgð á eigin hegðun í umhverfi sínu. starfandi er umhverfisráð þar sem sitja elstu börn leikskólans, starfsmenn og foreldrar. Á umhverfisráðsfundum er farið yfir markmið og gang mála og allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Leikskólinn tekur mið af umhverfisvernd varðandi flokkun sorps, endurvinnslu, vistvæn innkaup og notkun efna, orku og vatns.