Starfsdagar

2018-2019

Sumarlokun 2019

Sumarlokun leikskólans 2019 verður 10. júlí til 7. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst.

Leikskólinn Rauðhóll

Rauðhóll er 10 deilda leikskóli með pláss fyrir 212 börn og á honum starfa yfir 50 starfsmenn. Starfstöðvar leikskólans eru þrjár, Litir við Sandavað 7, Ævintýri við Árvað 3 og Skógarhúsið í Björnslundi við Elliðabraut 16 (sjá kort). Leikskólastjóri er Guðrún Sólveig og aðstoðarleikskólastjórar eru Aðalheiður Björk Matthíasdóttir og Margrét Rúnarsdóttir.

 Kort af Norðlingaholti

Saga Rauðhóls

Leikskólinn Rauðhóll tók til starfa 1. mars 2007 í húsnæði skólans við Sandavað. Gert er ráð fyrir 88 börnum í skólanum en strax á fyrstu mánuðum var ljóst að stækka þyrfti skólann vegna mikils barnafjölda í hverfinu. Vorið 2009 var Skógarhúsið Björnslundi tekið í notkun og með þeirri stækkun voru komin pláss fyrir 106 börn við leikskólann. Haustið 2010 stækkaði skólinn aftur þegar þrír skálar við Norðlingaskóla voru teknir í notkun. Þangað flutti elsti árgangur Rauðhóls sem taldi þá 36 börn. Haustið 2011 bættust við tveir skálar til viðbótar og þegar mest var voru 52 börn í bráðabrigða húsnæði leikskólans við Norðlingaskóla. Á vormánuðum 2012 var ljóst að Rauðhóll myndi taka við starfsemi nýs leikskóla í hverfinu. Haustið 2012 var nýja húsnæðið tekið í notkun og leysti það skálana af hólmi. Til aðgreiningar eru tvö aðalhús leikskólans kölluð Litir og Ævintýri og er það vísun í nöfn deildanna og hvorum stað.

LITIR Björnslundur

Ævintýri