Í dag fékk Rauðhóll góða gjöf þegar Verslunin Sportval í Selásnum og ónefndu velunnari leikskólans færðu okkur fern pör af gönguskíðum ásamt skóm og stöfum.
Við þökkum þeim Begga og Óskari í Sportval og velunnara okkar kærlega fyrir þessa rausnalegu gjöf sem kemur sér svo sannarlega vel fyrir börnin á Rauðhóli, sérstaklega þegar snjórinn er loksins kominn.
Myndirnar sem hér fylgja eru teknar í garðinum á Ævintýrum þar sem nýju skíðin voru tekin í notkun. Enn og aftur takk fyrir okkur.