Starfsdagar

2018-2019

Sumarlokun 2019

Sumarlokun leikskólans 2019 verður 10. júlí til 7. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst.

Fréttir frá Gulu

Myndir frá Guludeild

Ritað 28.01.2013.

Janúarmyndir frá Guludeild eru komnar inná myndasvæðið.

Rauður dagur á Guludeild

Ritað 23.11.2012.

Í dag er rauður dagur á Rauðhól. Allir á Guludeild eru í rauðri stemmningu og mikil gleði ríkjandi. Fyrir hádegi erum við búin að fara í leikfimi, hlusta á sögu, borða ávexti og fara í útiveru.

Gönguferð hjá Guludeild

Ritað 25.09.2012.

Við á Guludeild fórum í gönguferð á Ævintýrin í morgun. Börnin voru dugleg að labba og passa upp á hvert annað, að engin færi of langt í burtu.  Á Ævintýrunum  fórum við inn, skoðuðum húsnæðið og lékum okkur í kubbum, stórum mjúkum púðum og lituðum. Við fórum líka út í garðinn og lékum okkur þar. Heimferðin tók langan tíma því allir voru orðnir mjög þreyttir. Á Guludeild beið maturinn eftir okkur og svo voru allir fljótir að sofna í hvíldinni.

Maí á Guludeild

Ritað 04.06.2012.

Í sveitaferðinniÞað eru komnar myndir á myndasíðuna okkar frá skemmtilegum og viðburðarríkum maí. Við fórum í gönguferðir, drukkum úti, héldum hátíð á Klambratúni með Bugðuleikskólunum og fórum í sveitaferð að Bjarteyjarsandi.

Guladeild í Björnslundi

Ritað 18.04.2012.

Föstudaginn 20. apríl verður Guladeildin í Björnslundi. Börnin mæta þangað, verða þar allan daginn og sótt þar.