Starfsdagar

2018-2019

Sumarlokun 2019

Sumarlokun leikskólans 2019 verður 10. júlí til 7. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst.

Skógarhúsið í Björnslundi

Í Skógarhúsinu dvelja 24 börn í senn á aldrinum 3ja -6 ára við hin ýmsu verkefni. Útivera og tenging við náttúruna eru veigamestu verkefnin og börnin fara í gönguferðir og náttúruskoðanir um nágrennið og víðar í öllum veðrum. Þar sem Skógarhúsið er lítið og nálægðin mikil þurfa allir að hjálpast að og taka þátt í heimilishaldinu. Börnin aðstoða við að baka brauð 4 daga vikunnar, taka úr og setja í uppþvottavélina, leggja á borð, brjóta saman þvott og margt annað sem til fellur á stóru "heimili".

Skógarhúsið er við Elliðabraut 12-16 og síminn þar 534 6145 og 618 8911.

Deildarstjór er Edda Lydia Þorsteinsdóttir