Starfsdagar

2018-2019

Sumarlokun 2019

Sumarlokun leikskólans 2019 verður 10. júlí til 7. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst.

Bugða

Bugða er samstarfshópur fjögurra leikskóla í Reykjavík sem hafa sett sér sameiginleg markmið um uppeldisstarf og starfsmannastefnu. Bugðuskólarnir eru ásamt okkur leikskólarnir Brákarborg, Garðaborg og Klambrar.

Samstarf skólanna hófst 19. október 2007 með sameiginlegum fræðsludegi. Faglegt samstarf skólanna byggir á því að leikskólinn er lærdómssamfélag þar sem börn og fullorðnir geta lært og þroskast saman.

Bugðu-leikskólarnir sækja uppeldiskenningar sínar til bandaríska heimspekingsins og menntafrömuðarins John Dewey um lýðræði í leikskólastarfi, menntun sem byggir á reynslu og mikilvægi þess að þroska skapandi og gagnrýna hugsun. Starfsaðferðir byggja á kenningum bandaríska uppeldisfræðingsins Caroline Pratt sem vildi að skólinn aðlagaði sig að nemendum en ekki nemendur að skólanum. Einingakubbarnir, sem eru eitt helsta náms- og kennsluefni Bugðu-leikskólanna, eru niðurstaða tilrauna Pratt til þess að finna "eitthvað svo sveigjanlegt, að börnin gætu notað það án leiðbeiningar og stjórnunar."

Skýrsla vegna þróunarverkefnis Bugðu unnin af Rannung 2010