Viðburðir í 'Alm. viðburðir'

Prenta
Viðburðir í 'Alm. viðburðir'
Sunnudagur, Maí 31, 2020
Þessar viðburðarfærslur eiga við allar deildir leikskólans

Viðburðartitill

Dagsetning

Útgáfa námskrár

Námskrá Rauðhóls hefur verið í smíðum undanfarin þrjú ár og nú er komið að útgáfu hennar. Af því  tilefni er foreldrum boðið í kaffi og kynningu á námskránni á Rauðhól klukkan 14:30.

Fös. 10 Sep , 2010 2:30 pm
This event does not repeat

Vinavika

Nú eru mörg ný börn komin á Rauðhól og þess vegna viljum við leggja enn meiri áherslu á einkunnarorð leikskólans VINÁTTA VIRÐING VELLÍÐAN til þess að öllum geti liðið sem best.

Mán. 13 Sep , 2010
This event does not repeat

Búningadagur

Allir sem vilja mæta í búningum og hafa gaman

Fös. 17 Sep , 2010
This event does not repeat

Umhverfisráðsfundur

Elstu börn leikskólans eru öll í umhverfisráði ásamt 6 kennurum. Þau hittast fyrsta miðvikudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina og nú er komið að fyrsta umhvefisráðsfundi vetrarins. Hann verður haldin hjá Ævintýrahóp klukkan 10:00. Þeir foreldrar sem hafa áhuga eru velkomnir á fundinn.

Mið. 6 Okt, 2010 10:00 am - 11:00 am
This event does not repeat

Lokað vegna Starfsdags

Starfsfólk Bugðuskólanna hittist og fer í mismunandi smiðjur eftir áhugasviði hvers og eins.

Fös. 8 Okt, 2010
This event does not repeat

Umhverfisráðsfundur

Elstu börn leikskólans, starfsfólk í umhverfisráði og þeir foreldrar sem hafa áhuga hittast og fara yfir málin.

Mið. 3 Nóv, 2010 10:00 am - 11:00 am
This event does not repeat

Kynningarfundur fyrir

Starfsfólk Rauðhóls kynnir starf leikskólans fyrir foreldrum þeirra barna sem byrjuðu hjá okkur í sumar eða haust.

Fim. 4 Nóv, 2010 10:00 am - 11:00 am
This event does not repeat

Lokað vegna starfsdags

Sameiginlegur starfsdagur með Norðlingaskóla.

Mán. 8 Nóv, 2010
This event does not repeat

Umhverfisráðsfundur í Björnslundi

Umhverfisráðsfundur kl 10:15 með 2005 börnunum í Björnslundi. Foreldrum er velkomið að koma og vera með.

Þri. 9 Nóv, 2010 8:00 am - 9:00 am
This event does not repeat

Kirkjuferð

Mæting í Árbæjarkirkju er klukkan 10. Við ætlum að taka strætó og því verða börnin að koma tímanlega þennan dag. Þeir foreldrar sem ekki kæra sig um að börnin þeirra fari í kirkju eru beðnir um að láta starfsfólk vita.

Mán. 6 Des, 2010 10:00 am - 11:00 am
This event does not repeat

Umhverfisráðsfundur

Elstu börn leikskólans, starfsfólk í umhverfisráði og þeir foreldrar sem hafa áhuga hittast og fara yfir málin.

Mið. 8 Des, 2010 8:00 am - 9:00 am
This event does not repeat

Jólagleði

Vegna þess hve börnin eru orðin mörg þá verður fyrirkomulagið með örlítið breyttu sniði. Við göngum í fylkingu að Norðlingaskóla og dönsum þar í kringum jólatré við undirleik og söng Eddu Borg og fáum jólasvein í heimsókn. Foreldrar eru velkomnir á ballið sem hefst klukkan 10. Eftir dans og gleði förum við aftur á Rauðhól og borðum hangikjöt og tilheyrandi.

Fös. 17 Des, 2010 10:00 am - 1:00 pm
This event does not repeat

Lokað vegna Starfsdags

Mán. 3 Jan , 2011
This event does not repeat

Umhverfisráðsfundur

Elstu börn leikskólans, starfsfólk í umhverfisráði og þeir foreldrar sem hafa áhuga hittast og fara yfir málin.

Mið. 5 Jan , 2011 8:00 am - 9:00 am
This event does not repeat

Heimsókn í Sorpu

Umhvefisráðið (öll elstu börnin) fer í heimsókn í Sorpu. Farið verður með rútu og lagt af stað frá Ævintýrahóli 9:30 og því þurfa allir sem fara í ferðina að vera komnir í leikskólann 9:15 í síðasta lagi.

Fim. 13 Jan , 2011
This event does not repeat

Dótadagur

Mið. 19 Jan , 2011 8:00 am - 9:00 am
This event does not repeat

"Rafmagnslaus" dagur

Börn og starfsfólk fær nasaþef af því hvernig það er að vera án rafmagns. Við mælum rafmagnsnotkunina í nokkra daga áður og síðan á rafmagnslausa deginum og sjáum muninn á notkuninni.

Fös. 21 Jan , 2011 8:00 am - 9:00 am
This event does not repeat

Þorrablót

Við gæðum okkur á þorramat og sú hefð hefur skapast að kennararnir leika leikritið "Þorri ber að dyrum" við mikinn fögnuð flestra barnanna.

Þri. 25 Jan , 2011
This event does not repeat

Umhverfisráðsfundur

Elstu börn leikskólans, starfsfólk í umhverfisráði og þeir foreldrar sem hafa áhuga hittast og fara yfir málin.

Mið. 2 Feb , 2011 8:00 am - 9:00 am
This event does not repeat

Dagur leikskólans

 

Dagur leikskólans verður föstudaginn 4. febrúar og af því tilefni bjóðum við ömmum, öfum, frænkum, frændum eða góðum vinum barnanna í heimsókn í leikskólann til að taka þátt í leik og starfi barnanna. Starfsemin verður með hefðbundnu sniði og börnin sýna ættingjum sínum leikskólann á eigin forsendum. Við biðjum um að þeir sem heimsækja barnið láti vita ef ætlunin er að fara með viðkomandi barn út af deildinni. Það er mjög mikilvægt svo hægt sé að halda góðri yfirsýn.
 
Ævintýrahóll tekur við gestum milli 9 - 15 í Norðlingaskóla.
 
Rau??a tekur við gestum í Skógarhúsinu í Björnslundi milli 9 - 15.
 
Gula, Bláa og Græa taka á móti gestum milli 9 og 11 á sínum deildum.
Fös. 4 Feb , 2011 8:00 am - 9:00 am
This event does not repeat
Unnið á JCal Pro - Joomla dagatalið