Einkunnarorð Rauðhóls eru VINÁTTA VIRÐING VELLÍÐAN
Vinátta
Ríka áherslu er lögð á vináttu og náungakærleika í öllu starfinu í Rauðhóls. Enda mikilvægur þátt í lífi allra eintaklinga - barna jafnt sem fullorðinna. Það skiptir miklu máli að fullorðna fólkið sé vakandi fyrir þeim vináttusamböndum sem börnin eru að stofna til í fyrsta sinn.
Virðing
Sjálfsvirðing er mikilvæg hverjum einstaklingi ásamt því að bera virðingu fyrir öðrum. Í Rauðhól er lögð áhresla á virðingu í sinni víðustu mynd þ.e. fyrir sjálfum sér, öðrum einstaklingum, umhverfinu og umhverfisvernd.
Vellíðan
Vinátta og virðing fyrir sjálfum sér og öðrum leiðir til vellíðunnar. Ef einstaklingum líður vel eigum þeir auðveldara með að gefa af sér. Líkamlegt hreysti og heilbrigði er einnig stór þáttur í vellíðan einstaklinga. Því er meðal annars boðið upp á mikla útiveru ásamt hollum og næringaríkum mat í Rauðhóli.